KrisKross kjóllinn er hannaður í yfirstærð með skemmtilegum rykkingar "detail" á öxlunum svo hægt er að breyta honum eftir sínu höfði. Prentið er hannað úr krossum og hjörtum en inná milli eru aukaprent úr glitrandi prenti en það glitrar eins og yfirborð hafsins á sólbjörtum degi.
Efnið er digital prentað crepe viscose, lungamjúkt og má þvo á handþvotti í þvottavél i sérstökum þvottapoka.
Allar Helicopter flíkur eru hannaðar með gleði í huga og framleiddar á umhverfisvænan hátt í pínulítilli verksmiðju í Tallinn, Eistlandi.