Bið að heilsa niðrí slipp

Bið að heilsa niðrí Slipp er einskonar óður til sjómennsku. 
Merkið hannar einungis fatnað og fylgihluti sem henta á skútu eða togara. Svo sem ullarpeysur og buxur, sundfatnað og handklæði. 

Hughrif einkennismunsturs BAHNS koma frá ljósmerkjum höfuðáttabaujanna. Höfuðáttabaujurnar senda frá sér mismunandi ljósmerki eftir því hafa átt þau tákna. Látlaus merki tákna norður, þrjú stutt flöss þýða austur, níu eru vestur og sex stutt á eftir einu löngu merki þýða suður. Þessi ljósmerki prýða allan fatnað BAHNS. 

Við vinnum undir formerkjum "slow fashion", ströndum ekki á grynningum tískustraumanna. Við hönnum nýjar vörur þegar okkur finnst kominn tími til og gefum frá okkur nýja liti þegar við heyrum kallið,

...frá ykkur.