Helicopter

Helicopter er íslenskt tískumerki, hannað af

fatahönnuðinum Helgu Lilju Magnúsdóttur. Gleði er alltaf í hávegum höfð þegar línur Helicopter eru hannaðar og í hverri línu er tekið fyrir nýtt viðfangsefni. 

Svo dæmi séu tekin er nýjasta lína Helicopter, 170-H, er inspireruð af húðflúrum vina og kunningja Helgu og "stick and poke" húðflúrum þeirra sem hafa greipt sig í minni hennar í gegnum árin og í vetrarlínu merkisins frá árinu 2015 tóku höndum saman Helga og fyrrverandi kærasti hennar, myndlistarmaðurinn Halldór Ragnarsson og hún hannaði línu út frá myndum hans.