Likido vasarnir eru steyptir í mót sem listamaðurinn hannar og mótar. Vasinn er handgerður hérlendis og hver og einn einstakur með sýnilegu handbragði listamannsins. Vasarnir eru steyptir úr leirmassa og glerjaðir að innan og utan svo hann heldur vatni.
Hulda Katarína er keramik listakona sem nálgast viðfangsefni sín á opinn og frjálslegan hátt. Í verkum hennar leitast hún við að draga fram lífræn eða náttúruleg form með handmótun.