
Við bættum loksins við okkur opinni peysu í BAHNS fjölskylduna. Þetta er hin fullkomna peysa til að henda yfir sig. Síð, stór, opin peysa með þremur smellum, belti og vösum.
Munstrið á peysunni er einkennismunstur BAHNS, hannað útfrá ljósmerkjum höfuðáttabaujanna.
*Fáanlegir litir:
*Stærðir er í yfirstærð, alveg eins og okkur þykir best og kemur í stærðum S-XL
*Best er að handþvo og leggja til þerris.