Collection: URÐ

URÐ er íslenskt vörumerki sem framleiðir sápur, ilmkerti, heimilisilm og húðumhirðuvörur. Vörurnar eru innblásnar af íslenskri náttúru og innihalda íslensk hráefni. Einkunnarorð URÐAR eru gæði, upplifun og náttúruleg hráefni. Eigendur URÐAR (Praks ehf.) eru hjónin Erla Gísladóttir og Ólafur Freyr Frímannsson.

Erla lauk B.A. prófi í listfræði frá Háskóla Íslands 2013 og prófi frá Snyrtiskólanum í Kópavogi 2007. Erla hefur sinnt áhugaljósmyndun um margra ára skeið. Árið 2009 hóf Erla að selja handverk undir eigin nafn en frá árinu 2017 undir vörumerkinu URÐ. Menntun og bakgrunnur Erlu í listfræði og snyrtifræði nýtast vel í ilm- og sápuframleiðslunni.

Við sækjum innblástur í íslenska náttúru og horfum í fornar hefðir við notkun hráefna í snyrtivörum. Við notum íslenska repjuolíu og hafra frá Sandhóli, þörunga frá Ískalki á Bíldudal, salt frá Hafsalti á Djúpavogi, þara frá Thorverki Reykhólum og jökulleirinn Steinólf frá Ytri-Fagradal. Við handtínum sjálf blóðberg og aðrar jurtir.

Við trúum á að allt sem við þurfum sé hægt að finna í náttúrunni. Þess vegna elskum við það sem Karen Blixen sagði eitt sinn:

„Lækningin við öllu er saltvatn; sviti, tár eða sjórinn.“

2 products
  • GLEÐILEG JÓL ILMKERTI
    Regular price
    6.900 kr ISK
    Sale price
    6.900 kr ISK
    Regular price
    Unit price
    per 
    Sold out
  • GLEÐILEG JÓL ILMSTRÁ
    Regular price
    6.490 kr ISK
    Sale price
    6.490 kr ISK
    Regular price
    Unit price
    per 
    Sold out